2.
Í samvinnu við barnið
Foreldrar læra að ræða við barnið á ákveðinn hátt þannig að afstaða og viðhorf barnsins sé ljós áður en lausnir á vandamálum eru fundnar í samvinnu við barnið. Á þennan hátt fá foreldrar verkfæri til að vinna með barninu og barnið fær að taka þátt í að finna lausnir á því sem veldur erfiðleikum. Með þessu eykst færni barnsins, togstreita minnkar og líðan batnar.
Það tekur að jafnaði 8-16 viðtöl fyrir foreldra að ná tökum á CPS aðferðinni. Þjálfun fer fram í viðtalstímum en einnig er unnið með verkefni heima. Þjálfunin reynir oftar meira á foreldrana þar sem aðferðin gengur út á að mæta barninu þar sem það er statt og byggja upp færni þar. Foreldrar mæta án barns í fyrstu tvo tímana en svo er barnið með í tímum eftir það. Betra er ef báðir foreldrar taka þátt í þjálfuninni ef mögulegt er.