top of page
Search

Skynvitund

Updated: Sep 1, 2022

Námskeið fyrir börn og foreldra

Námskeið ætlað börnum 9-13 ára og 14-18 ára sem upplifa áskoranir tengt úrvinnslu á skynáreiti sem veldur þeim vanlíðan og hefur áhrif á færni þeirra til þátttöku í skólaumhverfi, heima og í samskiptum við vini. Hentar vel börnum sem hafa t.d. skerta tilfinningastjórnun, eru með lágt sjálfsmat, eiga erfitt með að vera í hóp, líður ekki vel í skóla eða margmenni, eiga erfitt með svefn, eru mjög matvönd og eiga fáa eða enga vini. Þau eru oft greind með skyldar raskanir en greining er ekki nauðsynleg til að taka þátt í námskeiðinu. Skynfæri líkamans eru 5 (heyrn, sjón, snerting, bragð og lykt) og til viðbótar eru 3 innra með líkamanum (stöðu- og hreyfiskyn, innri skynjun, ytri skynjun). Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk skynjunar og áhrif hennar á líðan þar sem tækifæri gefst til að prófa ýmis hjálpartæki og gagnlegar aðferðir til að auka vellíðan. Í lok hvers tíma koma hóparnir saman, börn og foreldrar/umönnunaraðilar til að ákveða heimaverkefni í sameiningu. Börnum og foreldrum/umönnunaraðilum gefst tækifæri á að fá þá þekkingu og færni sem þarf til að bregðast við þeirri skynjun sem getur haft neikvæð áhrif á líðan og færni barns í ólíkum aðstæðum og samskiptum. Aukin skynvitund stuðlar að meiri vellíðan. Námskeiðið hefur þann tilgang að hjálpa börnum að skilja eigin þarfir og líðan betur með stuðningi frá foreldrum. Það er því ætlað börnum og foreldrum/umönnunaraðilum þeirra þar sem unnið er með hópana í sitthvoru lagi og einnig saman í hverjum tíma. Farið er yfir sambærilegt fræðsluefni með báðum hópum og gerðar æfingar til að ná betri skilning á viðbrögðum og líðan gagnvart ólíkri skynjun. ​ Námskeiðið fer fram 1x í viku á þriðjudögum í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Suðurgötu 41 og er 10 skipti. Áður en námskeið hefst er innritunarviðtal og í lok námskeiðs samantektarviðtal, samtals 12 skipti. Námskeiðið fyrir börn 9-13 ára er milli 15:15-16:45 ásamt foreldrum og fyrir börn 14-18 ára milli 17:15-18:45 á þriðjudögum. Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði valdeflingar (e. empowerment) og skynjunar og skynúrvinnslu (e. Sensory Integration theory) þar sem börn og foreldrar/umönnunaraðilar eru studd til að skilja betur eigin líðan og þarfir með aðstoð, stuðningi og hvatningu frá foreldrum til að geta betur tekist á við krefjandi aðstæður og samskipti. Leiðbeinendur eru: Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi (Heimastyrkur.is) Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur (Hloduloftid.is) Nánari upplýsingar og skráningu má senda í tölvupóst á netföngin gudrun@heimastyrkur.is eða hloduloftid@gmail.com Námskeiðið hefst 20. september, 2022 verð: 150.000 kr. - við hvetjum þátttakendur til að kanna möguleika á styrktargreiðslu frá stéttarfélögum. Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði valdeflingar (e. empowerment) og skynjunar og skynúrvinnslu (e. Sensory Integration theory) þar sem börn og foreldrar/umönnunaraðilar eru studd til að skilja betur eigin líðan og þarfir með aðstoð, stuðningi og hvatningu frá foreldrum til að geta betur tekist á við krefjandi aðstæður og samskipti.







21 views0 comments

Comments


bottom of page