3.
Hentar CPS mínu barni
CPS er þekkt sem farsæl aðferð fyrir börn með hegðunarvanda. Samkvæmt höfundi aðferðarinnar, Ross Greene hentar CPS öllum börnum sama hvaða vanda þau eru að fást við þar sem grunnhugmyndafræðin er að mæta barninu þar sem það er statt, taka tillit til afstöðu þess og gefa því tækifæri til að taka þátt í að finna lausnir á þeim vanda sem verið er að vinna með. Nú þegar hafa verið gefnar út nokkrar bækur um CPS aðferðina sem allar eru skrifaðar af höfundi aðferðarinnar Ross Greene. Margir íslenskir foreldrar þekkja þessar bækur vel eins og t.d. The Explosive Child, Lost At School: Why Our Kids With Behavioral Challenges Are Falling Through The Cracks And How We Can Help Them og Raising Human Beings: Creating a Collaborative Partnership with Your Child. Þessar og aðrar bækur má einnig finna í hljóðbókarformi t.d. á Audible.com eða Storytel.com.
Meira um CPS : https://livesinthebalance.org/parents-and-families/