CPS foreldranámskeið
CPS (Collaborative & Proactive Solutions) foreldraþjálfun er gagnreynd aðferð sem byggir á samvinnu og skilningi milli foreldra og barns. Foreldrar læra að mæta barninu þar sem það er statt í þroska. Aðferðin hentar öllum börnum en hefur reynst afar vel fyrir börn með krefjandi hegðun.
Á CPS foreldranámskeiðinu fær foreldri/ar kennslu og þjálfun í að nýta CPS aðferðina með sínu barni. Foreldri/ar mæta án barns fyrst en svo með sínu barni þar sem bæði foreldri/ar og barn taka þátt. Þjálfunin og kennsla er í höndum Þorkötlu Elín Sigurðardóttur sálfræðings og vottuðum CPS provider.
Námskeiðið eru 8 einkatímar, haldið á stofu Hlöðulofsins á Lífsgæðasetri St.Jó Hafnarfirði.
Verð: 149.000,- (styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum).
CPS byggir á samkennd og að draga fram sjónarhorn barns og foreldra svo foreldrar geti betur skilið afstöðu barnsins og unnið með því að finna leiðir sem barnið ræður við að nota til að ráða við þær kröfur sem settar eru á það.
Módelið byggir á tveimur grunn hugmyndum
-
Börn bregðast við kröfum og áreiti á óviðeigandi hátt vegna þess að þeim vantar færni eins og sveigjanleika, aðlögunarhæfni, mótlætaþol, tilfinningastjórn og hæfni til að finna lausnir.
-
Besta leiðin til að draga úr krefjandi hegðun er að leysa vandamál sem valda hegðuninni. Vandamálin á að leysa með barninu á fyrirbyggjandi hátt. CPS módelið felur EKKI í sér hegðunarmótandi inngrip grundvölluð á afleiðingum.
Nánari upplýsingar um CPS: https://livesinthebalance.org/walking-tour/
CPS módelið hefur verið notað um allan heim m.a. í Skandinavíu þar sem fjölda skóla hafa innleitt hugmyndafræðina. Aðferðin er upprunin í Bandaríkjunum af Dr Ross Green sálfræðingi sem hefur haldið fjölda fyrirlestra á Íslandi en margir foreldrar þekkja bækurnar hans um CPS aðferðina eins og. The Explosive Child,Raising Human Being, Lost at School, Lost and Found.
Fyrirspurnir og skráning má senda á thorkatla@hloduloftid.is eða fylla út skráningarform hér að neðan