top of page

Hestastudd meðferð (EAT)

IMG_3671.jpg

Hestastudd meðferð er tiltölulega nýtt meðferðarúrræði sem er þó í boði í meira en 50 löndum. Hestar eru hópdýr sem reiða sig á öryggi í hjörðum og hafa þróað með sér einstaka hæfni til að lesa í umhverfið án þess að nýta tungumál en þessa hæfni hestsins má nýta í meðferðarvinnunni. Í hestastuddri meðferð fer skjólstæðingurinn aldrei á bak á hestinum heldur er unnið með hestinum frá jörðu og nýta meðferðaraðili og skjólstæðingur merki frá hestinum í þeim verkefnum sem er unnið er með. Þetta úrræði hefur m.a. nýst vel fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða, sorg, athyglisvanda, einhverfu eða áfallasögu.

Mörgum börnum finnst erfitt að fara til sálfræðings en þegar unnið er með dýrum á þennan hátt finnst sumum börnum auðveldrara að mæta og þau halda oft lengur út jafnvel þó unnið sé með krefjandi verkefni. 

ATH, ef börn eða foreldrar glíma við dýraofnæmi er Hlöðuloftið ekki heppilegt meðferðarumhverfi.

Þorkatla Elín Sigurðardóttir

Sálfræðingur

Lífsgæðasetur í St. Jó

Suðurgata 41

220 Hafnarfjörður

thorkatla@hloduloftid.is

Almennt viðtal er 45 mínútur og kostar 20.000,-

Þegar pantaður er tími er gott að taka fram hvaða tími hentar best.

​Fyrirspurnir og skráning:

Takk fyrir, við verðum í sambandi fljótlega :)

© 2023 by Maggie Louise. Proudly created with Wix.com

bottom of page