top of page

4.

Foreldraþjálfun

Fyrstu tvo tímana mæta foreldrar án barnsins. Í þessum tímum er staðan metin og þjálfun hefst. Að jafnaði tekur þjálfunin 8-16 tíma þar sem markmiðið er að kenna foreldrum að nota CPS í sínu uppeldi til að takast á við og leysa vandamál á átakalausan og farsælan hátt. Einnig eru í boði stakir stuðningstímar eftir að þjálfun lýkur.

Umsögn frá foreldrum

Aðferðir þar sem áhersla er lögð á að nota afleiðingar til að móta hegðun hefur aldrei heillað okkur –
heldur ekki límmiðaverðlaunakerfi. Við vorum svo heppin að fá að vinna með Þorkötlu sumarið 2021
en þá voru strákarnir okkar 3ja og 8 ára. Höfðum lesið Explosive child eftir Dr. Ross Greene og langaði
mikið til að aðferð hans, CPS, myndi virka hjá okkur, enda byggir hún á samvinnu foreldra og barna en
ekki einhliða reglum/skipunum af hálfu foreldra. Við vorum búin að reyna sjálf áður en við hittum
Þorkötlu – en alltaf stoppað á mikilvægu atriði í ferlinu sem kallast á ensku „drilling“ þegar reynt er að
komast að/“bora eftir“ fleiri upplýsingum hjá barninu. Áttuðum okkur á að við þyrftum þjálfun í að
nota CPS aðferðina, því ef foreldri er ekki æft í aðferðinni þá gengur þetta ekki eins vel. Fyrsti tíminn
sem við mættum saman til Þorkötlu (eldri sonur okkar og við) fylgdumst við bara með þegar hún fór í
gegnum CPS módelið með erfiðleika sem voru í gangi hjá okkur, skref fyrir skref. Þarna sáum við töfra
gerast og fengum mikið af upplýsingum frá syni okkar um hvers vegna þessir erfiðleikar höfðu átt sér
stað (snerist um að vera á undan litla bróður sínum niður tröppurnar á hverjum morgni með tilheyrandi
systkinaást). Síðan fórum við í fleiri tíma og hún leiddi okkur áfram í CPS aðferðinni, við gátum æft
okkur að ræða við eldri strákinn en með Þorkötlu nálægt vorum við með belti og axlarbönd, gátum
stoppað og spurt hana hvernig við kæmust áfram ef þess þurfti og hún kenndi okkur svo mikið. Undir
lokin á þjálfuninni vorum við farin að taka samtölin við eldri strákinn sjálf og hún gaf svo bara
uppbyggjandi athugasemdir til að læra af. Við ræddum m.a. erfiðleika við að slökkva á spjaldtölvunni
fyrir svefninn, erfiðleika við að vilja taka ákveðið leikfang af litla bróður, erfiðleika við að koma niður
að borða kvöldmat þegar er kallað, ofl. ofl.
CPS aðferðin breytti heimilislífi okkar til hins betra og Þorkatla er einstaklega fær á þessu sviði, róleg
og með góða nærveru og nær vel til barnanna. Eldri sonur okkar var farinn að hlakka til að leysa
erfiðleika með henni. Getum ekki lofsamað þessa aðferðafræði nógu mikið og vildum að hún væri t.d.
notuð í öllum skólum.

                                                                                                                                Sif og Kristján

bottom of page