top of page

1.

Börn gera vel ef þau geta...

Collaborative & Proactive Solutions (CPS) er gagnreynd aðferð þar sem unnið er í samvinnu við barnið með vandamál sem valda krefjandi hegðun eða öðrum vanda. Þetta módel er ólíkt aðferðum þar sem áhersla er á að nota afleiðingar til að móta hegðun að því leyti að CPS tekur mið af sjónarhorni barns og foreldris svo hægt sé að finna lausnir sem bæði barn og foreldri eru sátt við. Þannig má mæta barninu þar sem það er statt í þroska, fjarlægja óraunhæfar kröfur sem oft ýta undir óæskilega hegðun eða vanlíðan og koma á samvinnu. Aðferðin er oftar meira krefjandi fyrir foreldra en börn en markmið hennar er að skerpa sýn foreldra, þjálfa upp færni í lausnaleit (hjá foreldrum og barni) sem tekur tillit til afstöðu barns og foreldris.

Ef þú þekkir ekki CPS aðferðina nú þegar er rétt að byrja á því að kynna sér hana og meta hvort þetta sé aðferð sem hentar þér og þínu barni. Ráðlegt er að byrja á því að skoða heimasíðuna:  https://livesinthebalance.org/walking-tour/ en þar er að finna mikið efni um aðferðina.


 

bottom of page