top of page
H l ö ð u l o f t i ð
Sálfræðistofa fyrir börn og foreldra

Therapy Sessions
Mín nálgun
Börn geta sýna erfiða hegðun þegar þau ráða ekki við kröfurnar sem gerðar eru til þeirra. Hegðun barna hættir að vera erfið þegar þau ráða við þær kröfur sem við gerum.
Því ætti að leggja áherslu á að vinna með kröfur en ekki hegðun.

Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

Sálfræðistofa í hesthúsi
Hlöðuloftið er með viðtalsrými sem er sambyggt við hesthús í Hafnarfirði. Við sérhæfum okkur í að vinna með börnum með óhefðbundnum en gagnreyndum aðferðum. Nálægð við dýr gerir meðferðina meira spennandi fyrir mörg börn auk þess sem það getur flýtt fyrir árangri. Umhverfið hentar þó ekki öllum, sérlega ekki þeim sem eru með dýraofnæmi. Nálægð við hesta er t.d. nýtt til að útskýra félagsleg samskipti, draga úr streitu eða vinna með traust en ekki er farið á hestbak.
Contact
bottom of page